Beint á leiđarkerfi vefsins

Velkomin á heimasíðu lesblind.is

Áttu erfitt með lestur?

Hvað er Davis lesblinduleiðrétting?

Getur lesblinda verið náðargáfa? 

Hafðu samband við okkur.

 stafróf

Lesblind.is heldur einstaklingsnámskeið                          þar sem unnið er með

  • Lesblindu - dyslexia

  • Stærðfræðiörðugleika - dyscalculia - reikniblinda

  • Skrifblindu - dysgraphia

  • Athyglisbrest - ADD

  • Athyglisbrest með ofvirkni - ADHD

  • Verkblindu - vanvirkni - dyspraxia

  • Lestrarnámskeið fyrir börn á aldrinum 5 - 8 ára. 

Átt þú erfitt með lestur, bókstafi og tölur og að halda athygli?  Þá er líklegt að þú hugsir í myndum. Þrívíð myndhugsun er náðargáfa en hún getur einnig valdið sértækum námsörðugleikum og dregið úr árangri í námi og starfi. Með Davis aðferðunum er náðargáfan virkjuð á jákvæðan hátt.

Hjá Lesblind.is starfa faglærðir og þjálfaðir Davis ráðgjafar með starfsleyfi frá Alþjóða Davis® samtökunum DDAI. Þeir bjóða þjónustu um allt land.

Söluvara - pantanir

Lesblind.is selur bókina Náðargáfan lesblinda eftir Ronald. D. Davis og íslenska myndbandið Náðargáfan lesblinda. Einnig eru til sölu stafaspjöld og stafrófsrenningar.

Á.Óskarsson í Mosfellsbæ www.oskarsson.is netfang oskarsson@oskarsson.is hefur tekið að sér að sjá um sölu á leirnum, leirhnífunum og dúskboltunum. Dúskboltarnir fást einnig í Toysrus.

Aftur í  nám - nám fyrir lesblinda

Davis ráðgjafar hjá Lesblind.is leiðbeina á námskeiðunum Aftur í nám sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Símenntunarstöðvarnar bjóða upp á.

Sjá Aftur í nám  og  Aftur í nám - nám fyrir lesblinda.

Í myndbandinu hér til hliðar er lýsing á  Aftur í nám.

Hljóðbókasafn Íslands - talgervill - textalesari

Lesblindir sem hafa aðgang að Hljóðbókasafni Íslands geta fengið ókeypis nýjan talgervil hjá Blindrafélagi Íslands. Upplýsingar á heimasíðu Blindrafélagsins og Hljóðbókasafnsins.

 

Lesblind.is á Facebook


Slóđin ţín:

Forsíđa

Stjórnborđ

Forsíđa vefsins Prenta ţessa síđu Veftré Senda ţessa síđu Hamur fyrir sjónskerta og lesblinda Minnka letur Stćkka letur leit

Mynd

Lesblind.is